8.2.2008 | 16:20
Helgin handan við hornið
Þessi verður í rólegri kanntinum. Þarf þó að þvo þvott og þrífa - ef ég nenni eins og Helgi Björnsson söng á sínum tíma.
Ég átti von á tveim næturgestum í kvöld - Rannveigu 13 ár og Ara mínum sem verður þrigggja ára í mars. En bæði búin að afboða - veðrið setur strik í reikninginn. Ég var búin að sjá fyrir mér stuðkvöld með pizzum, unglingsstelpum og litla kút.
En við ætlum bara að hafa það notalegt saman og ég hlakka til að sjá fyrsta þátt af Gettu betur.
Á morgun ætlar síðan mágurinn í kjallaranum að elda saltkjöt og baunir og þá fáum við tvo fullvaxna karlmenn í mat. Þetta eru frændi strákanna sem heitir Gunnlaugur Helgi Gunnlaugsson (nema hvað) og býr nálægt Barcelona og svo hinn víðförli Lord Baldur Hjaltason.
Mikið hlakka ég til að borða sprengidagsmáltíðina......með stákunum og stelpunum mínum
Athugasemdir
Ég heyrði útvarpsviðtal við talsmann Kjarnafæðis á miðvikudaginn í Bylgjunni sem sagði að saltkjöt og baunir væru í dag heilsufæði. Verkun á saltkjöti í dag sé svo ólík pæklinum sem það synti í á árum áður að það sé í raun ekki saltara en kjúklingabringur. Til viðbótar sé þess neytt með gulrófum, gulrótum og þess háttar að þetta sé í raun heilsufæði. Ég hélt upp á þessa umsögn með því að kaupa mér saltkjöt og baunir frá 1944 dæminu.
Jens Guð, 9.2.2008 kl. 02:24
Baunirnar hjá honum mági mínum voru hrein snilld! Hann hafði keypt allar tegundir af lauk sem hann fann í Nóatúni og svo setti hann hvítlauk og engifer þar að auki. ÉG hef alltaf verið hrifin af baunum, en þessar voru hreint engu líkar
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.2.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.