Endurvinnslan

Nú erum við búin að vera með endurvinnslu tunnu frá Gámastöðinni í um þrjá mánuði. Þar setjum við öll dagblöð, fernir í sérpoka, plast í sérpoka og dósir í sérpoka. Mest fellur til af plasti, síðan fernum og svo eru eitthvað um dósir. Ég fann fyrir sterkri þörf á að fá svona tunnu því mér þótti alveg rosalegt af endurvinnanlegu efni sem fór frá heimilinu,

Þetta er smá meiri vinna því við skolum úr öllu því sem fer í pokana. En það er ekkert tiltökumál.

Nú langar mig að fá kvörn í vaskinn svona eins og í henni Ameríku.

Ég er aftur á móti mikil rafmagnssubba. Mér líður ekki vel nema að kveikt sé á lampa í hverju herbergi þó svo að það sé autt.

Ég þoli hreint ekki loftljós og er með fult af litlum lömpum. Mér finnst reyndar allir fallegu lamparnir dýrir og mikið til af rosalega ljótum ljósum í bænum. Ég keypti fína lampa í Ikea - þessa með pappír/papp sem skerm. Alveg ljómandi fallegir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Ég er búin að vera með svona flokkunartunnu í hátt á annað ár og finnst það frábært. Kjánalegt samt að þeir sem flokka og skila með þessum hætti þurfa að greiða sérstaklega fyrir þetta en ekki umhverfissóðarnir sem láta allt flakka í hina tunnuna.

En kvörn í vaskinn er ekki málið. Mér er sagt að lagnakerfi landsins séu ekki byggð fyrir svoleiðis, tala nú ekki um í gömlum hverfum eins og við tvær búum í.

Ibba Sig., 2.2.2008 kl. 18:42

2 identicon

Ég setti á áætlun að taka til í þessum ranni hjá mér á því herrans ári 2008 og er þegar byrjuð. Næsta skrif verður að fá mér svona tunnur.

Ég skil þig vel með þessa lampa. Þessi loftljósabirta er stundum ótrúlega fráhrindandi. ég er líka veik fyrir þessum Ikea-pappaskermum. Gaf yngri dótturinni einn slíkan, falleg birta frá þeim.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held að við Álftnesingarnir eigum ekki þennan valkost ennþá, en nokkur flokkun í gangi nú þegar, fór með plastflöskurnar í Sorpu í morgun, dagblaðahlaðinn fer í gáminn hér á nesinu þegar hann er orðinn mátulega stór og batteríin eiga auðvitað sinn stað. Samt margt sem má gera betur, helst vildi ég hafa möguleika á að koma lífrænu dóti í sértunnu. Mamma var með fötu sem gekk undir nafninu Folda og var ágæt til að búa til áburð undir trén hennar mörg og stór. Sakna samt umhverfisins sem mágkona mín hafði í Danmörku fyrir mörgum árum, fullt af tunnum og fullt af flokkun og allt frítt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.2.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.2.2008 kl. 15:43

5 identicon

Sæl mín kæra

Stalst til þess að setja þig sem "bloggvin" í glænýju moggabloggi mínu. Endilega tékkaðu á því...

Hugsa svo oft til ykkar í gömlu vinnunni minni...

p.s. eins og talað út úr mínu hjarta, loftljós ætti nánast að banna!!! Jakk

Kús**** Krissa

Krissa (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 09:38

6 identicon

Múhahahah...

Já það er alveg satt. Það er líklega mitt vörumerki. En...

...þarft ekki einhvernvegin að samþykkja mig svo það detti inn mynd af þér í bloggvinum eins og gerðist með Ylfu?

 Kússsss*****

Krissa (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband