2.2.2008 | 18:09
Hinn Íslenski Þursaflokkur
Ég var að hlusta á Frey Eyjólfsson og Egil Ólafsson á Rás 2. Þar fjölluðu þeir um Þursaflokkinn sem bráðum heldur tónleika með Caputhópnum. Mjög skemmtilegt viðtal - ég heyrði það reyndar ekki allt.
Ég var nú ekki par hrifinn af Þursaflokknum á sínum tíma og fannst meðferð þeirra í þjóðlögum okkar frekar slæm. Það var í þá daga þegar ég var tónlstarskólanemi með nefið upp í loft og hafði sterkar skoðanir á svona "wannabe" tónlistarmönnum. ÉG hafði líka verið kórsúlka í Hamrahlíðinni og við vorum viss um að við værum mest og best. Svo var ég alin upp á heimili tónlistarmanns sem hafði nú sínar skoðanir.
En með aldrinum þroskast maður og mesta þroskamerkið er að geta skipt um skoðun og viðurkennt það
Og það hef ég gert.
Athugasemdir
múhaha, ég kunni strax að meta þá
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.