Hinn Íslenski Þursaflokkur

Ég var að hlusta á Frey Eyjólfsson og Egil Ólafsson á Rás 2. Þar fjölluðu þeir um Þursaflokkinn sem bráðum heldur tónleika með Caputhópnum. Mjög skemmtilegt viðtal - ég heyrði það reyndar ekki allt.

Ég var nú ekki par hrifinn af Þursaflokknum á sínum tíma og fannst meðferð þeirra í þjóðlögum okkar frekar slæm. Það var í þá daga þegar ég var tónlstarskólanemi með nefið upp í loft og hafði sterkar skoðanir á svona "wannabe" tónlistarmönnum. ÉG hafði líka verið kórsúlka í Hamrahlíðinni og við vorum viss um að við værum mest og best. Svo var ég alin upp á heimili tónlistarmanns sem hafði nú sínar skoðanir.

En með aldrinum þroskast maður og mesta þroskamerkið er að geta skipt um skoðun og viðurkennt það

Og það hef ég gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

múhaha, ég kunni strax að meta þá
 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.2.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband