Bólusetning og brjóstastækkun

Sú eldri var sprautuð í skólanum í gær - ekki veit ég við hverju og hvað þá hún.

Sú yngri með á nótunum eins og fyrri daginn "er byrjað að sprauta við leghálskrabbameini" spurði hún.

Eitthvað bárust brjóstastækkanir í tal hjá mér og þeirri eldri og hafði hún ákveðnar skoðanir á málinu "ég færi aldrei í brjóstastækkun fyrir einhvern kall" ég gat nú aldeilis tekið undir það - síðan sagði hún "ef maðurinn minn mundi biðja mig um það á mundi ég lemja hann svo hann sæi eftir að hafa beðið mig"

Ég þekki eina konu sem hefur farið í brjóstastækkun og aldrei hefði mér dottið það í hug að hún hefði farið í slíka aðgerð því hún er bara með lítil og krúttleg brjóst. Var ekki með nein fyrir aðgerðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það á að vera algert lágmark að vita hverju er verið að sprauta í börnin, ég hef eina gullna reglu í sambandi við bólusetningar og það er að sleppa henni ef verið er að sprauta við lífsstílssjúkdómum, tek frekar séns á að barnið fái það gott veganesti út í lífið að lítil hætta sé á að það nái sér í t.d Lifrarbólgu með óskynamri hegðun, mörg bóluefni eru afar umdeild og sérstaklega varðandi sjúkdóma tengda áhættuhegðun og víðs fjarri að það sé með öllu hættulaust að fá bólusetningu eins og látið er í veðri vaka, þar getur margt komið ínní eins og ofnæmisviðbrögð t.d.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.1.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband