27.1.2008 | 14:48
Sláttur á okkur mæðgum
Það var frí á kóræfingu í gær og ég og sú eldri fórum í Smáralindina- mikið djö....er það leiðinleg iðja á laugardegi. Ég vildi svo sannarlega gera allt annað en það. En barnið átti pening sem hún hafði fengið í jólagjöf og áttu að fara til fatakaupa á útsölum. Við gerðum fantagóð kaup og maður spyr sig náttúrulega hver álagningin er þegar hægt er að gefa 50% afslátt. Hún keypti sér flott gallapils sem fór úr 6000 í 3000.
Ég trommaði inn í Byggt og búið því við erum lengi búin að tala um að kaupa nýtt grill og nýja brauðrist. Ég kom út með þetta líka flotta George Forman grill og fína brauðrist. Í kvöld ætla ég að grilla kjúklingabringur.
Ég fór með þeirri yngri út í Háskóla á japanska kynningu. Þau voru nokkur úr karateinu sem sýndu listir sínar. Þarna gaf að smakka smá japanskan mat og margt og mikið hægt að skoða....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.