23.1.2008 | 19:48
London
Eftir nokkrar vikur ætlum við hjón tvö til London en þangað höfum við ekki komið síðan 1997. Alltof langur tími á Lundúna. Gulli var þarna við nám í tvö ár og er komin með veruleg fráhvarfseinkenni .
Við ætlum að gera ýmislegt skemmtilegt; fara á a.m.k. eitt show og á fótboltaleik. Síðan langar mig í London eye og svo á bara að ganga um götur og borða góðan mat og fá sér bjór á næsta pöbb.
Við eigum að sjálfögðu stefnumót við Walter og Steve vini okkar. Walter er fæddur á Ítalíu og alinn upp í Guatemala og hefur búið út um allan heim. Honum kynntist ég þegar við vorum saman í skóla í Ithaca og höfum haldið sambandi síðan. Hann kom til okkar til Florida 1996, heimsótti okkur hingað 1998. Hann vinnur nú í London og þar kynntist hann manninum sínum Steve. Þeir voru hér hjá okkur fyrir tæpu ár yfir helgi og nú ætlum við að hafa það skemmtilegt með þeim úti.
Ég er að skoða hvað er í boði í borginni góðu en mig vantar síðu þar sem ég get séð hvaða rokk/popp er í boði - vitið þið um góða síðu með upplýsingum um slíkt?
Athugasemdir
kvitt-kvitt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.1.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.