18.1.2008 | 13:43
Þetta með systurnar
Já - ég á ekki systur en tvo bræður. Annar er þrem árum eldri en ég og hinn þrem árum yngri.
Ég öfundaði alltaf þær stelpur sem áttu systur og langaði í eina slíka. Reyndar höfum við Wincie frænka talið okkur systur. Við erum bræðrabörn og hún er 16 árum eldri en ég.
Annars heyrir maður stundum óskaplegar sögur af samskiptum systra. Ég man þegar ég var að vinna með Selmu Björnsdóttur í sjónvarpsþættinum "Ó" þá sagði hún okkur mergjarðar sögur af sér og sínum þrem systrum.
Ég er ótrúlega glöð með að dætur mínar eigi systur. Og það systur sem er á svipuðum aldri.
Mamma mín átti þrjár systur og einn bróður en ein systranna og bróðirinn dóu í æsku. Hinar tvær dóu 1990 og 1999 og mamma saknar þeirra enn.
Mér datt þetta einhvernveginn í hug því mér finnst lagið hennar Eyvarar Pálsdóttur um systur hennar þær Elísabetu og Elínborgu svo svakalega fallegt.
Og Ellen Kristjánsdóttir syngur lag Magnúsar Eiríkssonar, Litla systir, alveg ótrúlega fallega.
Athugasemdir
Fyndið ég á nefnilega eina systur en langaði alltaf að eiga bróður. Systir mín er frábær, en okkur langaði alltaf að eiga lítil bróður til að passa. Sem unglingur langaði mig líka stundum í eldri bróður sem gæti skutlað mér ef þess þyrfti, farið í ríkið fyrir mig og átt sæta vini.
Karin Erna Elmarsdóttir, 18.1.2008 kl. 14:04
Systur eru frábærar en frænkur virka líka alveg jafnvel Ég á 3 systur og eina frænku sem er mér sem systir því við erum mjög nálægt í aldri og ólumst upp frekar samtvinnaðar. Bræður eru líka góðir á 2 slíka. Svo er ég líka einkabarn en þetta fer allt eftir í hvaða átt ég horfi. Hef ekki heyrt þessi lög en veit að það jafnast ekkert á við að eiga góða að.
Gleðilegt ár!
Laufey Ólafsdóttir, 19.1.2008 kl. 00:22
Ég hef alltaf einhvernveginn ákveðið að þú Laufey værir einkabarn - enda barnið hennar Andreu. En auðvitað áttu systkin pabba þíns megin. Og svo náttúrulega Áka Jarl....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 21.1.2008 kl. 06:38
Ég er svo lukkuleg að eiga bæði systur og bróður, en ég er hins vega elst og ákaflega stolt af því. Ég held það sé ágætt. Þó hef ég samt stundum saknað þess að eiga ekki einhvern eldri hauk í horni, systur eða bróður, sem gætu verið mér ráðgefandi og "sponsorað" mig þegar mikið liggur við í lífinu. En svo eru kannski mamma mín og pabbi, þetta fólk... já... það er að mörgu að huga þegar maður planar barneignirnar!
maja (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:02
Systur eru bráðnauðsynlegar! Mér sýnist líka algjör snilld að eiga tvíburasystur.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 26.1.2008 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.