11.1.2008 | 16:07
Lengd nafna
Nú er Helgi Seljan búin að lýsa yfir stríði við þjóðskrá vegna þess að hann getur ekki skráð fullt nafn ungrar dóttur sinnar hjá þeim.
Þegar við nefndum Bryndísi 1995 þá hringdi í okkur gasalega húmorslaus kona frá þjóðskrá og spurði hvernig við vildum skrá barnið þar sem það var of langt fyrir tölvuna.
Mér finnst nú hálf asnalegt að geta ekki skráð allt nafnið en hef ekki nennt að gera mál úr því.
Bryndís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir er því skráð Bryndís Sæunn S. Gunnlaugsdóttir
Athugasemdir
Hvurs á Sigríður að gjalda þegar kötturinn Soffía nýtur fullrar nafnlengdar?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2008 kl. 16:13
Takk fyrir kveðjuna skvís.
Við hlökkum til að kíkja á stórfjölskylduna þegar fer aðeins að hlýna í veðri og ég get farið að rölta með vagninn
Já og GLEÐILEGT ÁR og takk fyrir það gamla !!!
Kveðja,
Anna Brynja og prinsessan
Anna Brynja (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.