iPodar

Hér eru þrír á heimilinu - stelpurnar eiga sitt hvorn 4mb en Gulli á einn sem er með talsvert stærra minni. Hann hefur notað fríið undanfarna daga og sett mest af CD safninu okkar inn í tölvu og svo á poddinn.

Þau þrjú tala sín á milli einhverja óskiljanlega poddísku. En skilja hvert annað. Og ég er útundan.

Ég var ánægð með mína eldri áðan þegar hún lýsti því yfir að "Personal Jesus" væri miklu flottar með Johnn Cash en með Marlin Manson. Svo er hún farin að fíla Rolling Stones og raular af og til lög með Bítlunum. Ég hlusta líka oft hjá þeim þegar þeim finnst eitthvað flott.

Þarf ég líka að eiga iPod?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en er ekki besta útgáfan af 'Personal Jesus' samt með Depeche mode?

þú þarft ekki að eiga iPod. ég átti einn í viku og gaf hann svo.

Brjánn Guðjónsson, 4.1.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Depeche Mode er með hinn eina sanna Personal Jesus.

Ég myndi segja að þú þyrftir að eiga iPod. En eflaust er það smekksatriði.

Svala Jónsdóttir, 4.1.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég vissi ekki að Depeche Mode hefði flutt Personal Jesus - nú verð ég að athuga málið....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 4.1.2008 kl. 17:29

4 identicon

68-kynslóðin, diskó-kynslóðin, pönk-kynslóðin, x-kynslóðin.... svo koma krúttin, og nú er það pod-kynslóðin.

Þetta er lýsing Einars granna þíns á leið í sveitina í gær.. þegar vinirnir Birkir og Einar Elías (8 ára) sátu í aftursætinu með jólagjafirnar í eyranu. Á meðan ég kláraði Harðskafa (takk fyrir lánið, skila henni á morgun) lærði Einar á I podinn minn sem hefur verið óhreyfður síðan um Verslunarmannahelgi. Ég sá í gær hvernig hann er á litinn... semsagt svartur 30 eitthvað, vídeó, leikir, extras og ótrúlegt krútt... meira að segja með mynd af epli... verður hann orðinn mér ómissandi eftir viku?? ?Ég ætla alla vega að vera "gegt cool" í næstu viku. Eins gott að engin komist samt í hann.. því þá missi ég"coolið" það eru 4 CD barna og þjóðdansar inni á þessari græju. Ussss... 

knússsss Elfa granna 

elfa Lilja (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Jens Guð

  Personal Jesus er eftir Depeche Mode.  En bæði Marilyn Manson og Johnny Cash hafa "coverað" það.  Ég er sammála stelpunni með að Jón reiðufé er með áheyrilegustu útgáfuna.

  Það er alltaf gaman þegar krakkarnir uppgötva Bítlana og Stóns. 

  Fyrir minn smekk er vont "sánd" í iPodum.  "Sándið" í þeim er svo hart og kantað.  Það vantar alla hlýju og mýkt í það.

  Reyndar fannst mér það sama með geisladiskana fyrst.  Ég varð alltaf þreyttur í eyrunum eftir að hafa spilað geisladisk.  En einhvernveginn hafa eyrun vanist digitalnu. 

Jens Guð, 7.1.2008 kl. 04:40

6 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Þú verður að eignast iPod, það er svo einfalt.

Ég óð í villu og svíma, taldi mér trú um að ég þyrfti ekki svona nýmóðins stöff, enda geisladiskar alveg nógu framúrstefnulegir fyrir mig. Kata tók í hnakkadrambið á mér og benti mér á að það væri allt of snemmt að leggja árar í bát og hætta að fylgjast með nýjungum. Stelpurnar okkar eru ekki einu sinni orðnar 7 ára, svo það gengur ekki að dragast aftur úr strax.

Við fórum til NY í desember, þar dró Kata mig inn í Apple-búð og setti mig við iPod Touch. Ég vissi ekkert hvað það var, en uppgötvaði svo að græjan getur spilað tónlist eða myndir og ég kemst inn á netið alls staðar það sem þráðlaust net er í boði (eins og akkúrat núna, þar sem ég sit á Kaffitári). Ég gleymdi mér alveg yfir græjunni. Kata var mjög fegin að sjá að enn lifði í gömlum græjudellu-glóðum. Ég fékk iPodinn í jólagjöf og dellan er ekkert að minnka. Ég passa líka upp á að leyfa stelpunum að skoða myndir og hlusta á tónlist. Með þessu móti eldumst við jafnt. Tel ég mér trú um, a.m.k.

Fáðu þér iPod. Bara einhvern. Ég mæli samt með þessari touch græju

Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.1.2008 kl. 11:11

7 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þú ert greinilega með alvöru fullorðins græju Ragnhildur. Ég hef nú aldrei verið mikil græjudellu kona en verð svo voða hrifin þegar ný græja er tekin í notkun á heimilinu. Það nýjasta er harður diskur til að taka upp á úr sjónvarpi. Svakalega skemmtilegt tæki. Svo er hægt að brenna diska og alskonar fídusar...Og horfa á sjónvarpið með t.d. 15 mínútna díleii en samt tekið upp....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 7.1.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband