4.1.2008 | 16:36
Forval og forsetakjör
Ég verð að viðurkenna að ég varð hissa á fréttunum að Clnton hefði orðið í 3. sæti í forvalinu í gær. Hún er mín manneskja. Annars skiptir mestu og raunar öllu máli að demókratar komst að í Hvíta húsinu og ef það verður Obama þá verð ég líka ánægð. Helst vildi ég sjá Clinton og Obama saman....
Varðandi kosningarnar hér heima þá vona ég að allr baldrar og ástþórar þessa lands haldi sig til hlés. Mér skilst að ég hafi ekki skilning á lýðræði ef ég er á móti mótframboði en þegar skrýtnir kallar sem engann eiga sjensinn bjóða sig fram með öllu sem því fylgir þá segi ég skítt með lýðræðið!!!
Ég er nú ekki mesti aðdánandi ÓRG og kaus hann ekki 1992 en ég greiddi honum með glöðu geði atkvæði mitt í síðustu kosningum.
Athugasemdir
Komi ekkert alvöruframboð fram, vona ég að aularnir haldi sig til hlés líka, það er svo fjári dýrt að halda svona kosningu...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.1.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.