3.1.2008 | 12:27
Hættu að reykja!
Allir fjölmiðlar uppfullir af auglýsingum þar sem boðin er fram hjálp til að hætta að reykja og allskonar lyf til að auðvelda reykinga mönnum róðurinn.
Ég reykti alveg hrottalega mikið. Byrjaði að reykja 14 ára og hætti 34 ára. Það var mikið gæfuspor. Ég hugsa stundum um mig reykjandi og fæ hroll. Ekki það að mig langar enn í smók eftir nær 16 ára reykbindindi. Ég hef ekki tekið smók því þá væri ég fallinn.
Undir það síðasta þá reykti ég vel á annan pakka á dag. Nikótínisti fram í fingurgóma og byrjaði daginn á að kveikja mér í sígarettu, áður en ég setti ketilinn yfir eða kveikti á útvarpi.
Ég gat reykt við allar aðstæður; þó ég væri veik og þó ég hefði reykt og drukkið kvöldið áður. Það var alltaf gott að reykja.
Svo kom að því að ég varð að taka ákvörðun - ætlaði ég að enda með ónýt lungu og súrefniskút eða ætlaði ég að hætta?
Ég var á þessum árum að reyna að verða barnshafandi og það vóg líka þungt í ákvöðrun minni að hætta.
Og það tókst - og sjá - ég varð ólétt samstundis! Ég drap í á hádegi laugardaginn 18. júlí 1992 og 5. ágúst það sama ár fékk ég staðfest með því að fara með þvagprufu í apótek að von væri á barni.
Það gerði virkilega útslagið að mér tókst að hætta. Ég var búin að reyna mikið og lengi að verða ólétt og það kom aldrei til greina að byrja aftur vitandi það að ég var barnshafandi.
Svona var nú það. Ég segi stundum að ég ætli að byrja aftur á gamals aldri. Það kemur bara í ljós.
Athugasemdir
Hei Kristin, Det er godt å høre at du klarte å slutte med tobakk. Jeg sluttet helt å røyke i 79 og jeg benyttet meg av staheten min til å slutte. Jeg brukte samme metode som Knut Hamsun hadde brukt og tenkte at jeg skulle ha makt over sigaretten, men ikke den over meg. Å røyke er det jeg angrer på at jeg har gjort. Etter jeg sluttet å røyke er jeg hyper sensetiv for tobakksrøyk, det svir i øyne og hals og jeg får ofte hodepine. Derfor har jeg holdt meg borte fra røykfyllte lokaler.
Jeg er glad at man nå kan gå på konserter her uten å måtte sitte i tobakksrøyk.
Husker da vi var på Leonard Cohen konserten her i juni 88 og da satt det to damer foran oss og røkte uavbrutt og vi fikk røyken i ansiktet under hele konserten. Før måtte man sitte i tobakksrøyk på flyet også, men nå slipper vi det heldigvis. Det blir stadig bedre miljø. Jeg kommer ihvertfall aldri til å begynne å røyke igjen.
Heidi Strand, 4.1.2008 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.