Gleðilegt nýtt ár kæru vinir

Hér var rólegt og gott um áramót . Að venju söfnuðust íbúar Litlu götu saman við flugeldana. Mikil lita dýrð. Við fórum inn og horfðum á gamla árið fara og það nýja koma og sungum Nú árið er liðið. Þetta er eitt af því sem ég held í - sama hversu mikið er fjör er út. Ég hafði ekki orku til að fara aftur eftir nýárið. Vinkona mín og hennar dóttir voru hér hjá okkur og gistu síðan. Allt komið í ró svona uppúr 02:00.

Mér er greinilega að fatast flugið því í fyrr þá sat ég hjá grönnum mínum á númer 3 þeim Finnu Birnu og Baldri Hafstað langt fram eftir nóttu. Hér er  víða opið hús og ég hef alltaf farið til Elfu og Einars við hliðina á en nú hafði ég ekki orku. Líklegast þessi mikla lægð.

Það voru fáir á ferli þegar keyrði til messu að verða tíu. Útvarpsmessa og nauðsynlegt að sem flestir mæti. Hér hefur ekkert verið gert í dag og mér sýnst lítið verða gert í kvöld.

Á það ekki að vera þannig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jú, ekki spurning. Þannig á það að vera.

Gleðilegt ár Kristín og takk fyrir öll kommentin mín megin á árinu 2007

Jóna Á. Gísladóttir, 1.1.2008 kl. 17:12

2 identicon

Söknuðum ykkar sárt en þið komið bara næst. Bjórinn áðan bætti þetta upp. Gleðilegt ár og takk fyrir gamalt og gott. kv Elfa og Einar

elfa Lilja (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 19:39

3 identicon

Gleðilegt ár Kristín mín og þú líka Elfa..Takk fyrir samvinnunua á árinu 2007..Sjáumst kátar

kv.Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 23:35

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gleðilegt ár til ykkar Gulla og ég tók þig á orðinu...á nýársnótt var hjólað heim....a

Guðni Már Henningsson, 2.1.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband