Byrja snemma, hætt snemma

Sú var dagskipunin í gær.

Eftir sérlega rólega daga með dætrunum rann minn tími upp í gær. Skrallið hófst klukkan 17:00 í 50+50 ára afmæli sæmdarhjónanna Tausta Valdimarssonar (tenór) og Herdísar Guðjónsdóttur. Teitið var í Ásmundarsal og var alveg rosalega skemmtilegt. Það var dansað út í eitt og óneitanlega sékennilegt að dilla sér með Michael Jackson og Tom Jones innan um stórfengleg listaverkinn.

 Teitið var búið svona um 19:30 og ekki gat kórinn látið þar við sitja og haldið var í félagsheimili kórsins en svo er Gunnuhús við Bergstaðastræti stundum kallað. Þar búa hjónin Guðrún Jarþrúður (alt) og Hildur Heimisdóttir (sópran). Þar voru við svona 15 - 20 og það var alveg hrikalega gaman og sungið, hlegið, trúnó og allt þar á milli. Ég var í leysingum eftir langvarandi samvistir við unglingana mína.

Minn sótti svo sína upp úr hálf tólf þegar hann var búin að vinna. Við náðum í skottið á Little miss sunshine sem sú eldri var að horfa á.

Í morgun lá ég síðan og hlustaði rosalega mikið á útvarpið því ég átti von á að tilkynnt yrði um messufall í öllum kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis. Ekki varð mér að ósk minni og það þýddi að ég var komin niðrí kirkju vel fyrir messu. Kom þá í ljós að dómorganistinn var veikur!!!! Þetta hef ég aldrei upplifað áður. Kristín Vals hafði verið ræst út og við sungum niðri við píanóið og það gekk furðu vel.

Dagurinn í dag hefur ekki boðið upp á neitt annað en inni veru og kúr. Ég og sú yngri brutumst fyrir skömmu út í veðrið og versluðum ekkert nema slkkerí og ís og nammi og snakk í Bónus. Nú á að hafa það notalegt og horfa á Sleepless in Seattle.

Maðurinn er á sínum stað og ég bið ykkur að horfa með vinsemd og virðingu á íþróttaannál íþróttadeildar á RÚV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband