Ég og kaffið

Ég svaf illa á jólanótt. Ég skildi ekki neitt í neinu. Við fórum að sofa uppúr klukkan 01:00 södd og sæl eftir fínana dag og fínt kvöld. Rúmið beið okkar með nýjum sængum og nýjum koddum sem við höfðum fengið í jólagjöf. Og utan um þær var búið að setja stífstraujað silki damask. Þetta er það yndislegasta sem ég veit.

En í mér var óróleiki. Ég sofnaði í 15, 20, 30 mínútur í senn og hrökk svo upp. Endaði með að fara fram og horfa á mynd. Ég gat ekki lesið því ég var syfjuð. Sofnaði loks almennilega undir morgun.

Ég lýsi síðan óförum mínum fyrir bróður mínum sem spurði hvort ég hefði drukkið kaffi? Jú mikið rétt, ég hafði drukkið einn Irish coffie svona um 23:00.

Hokin af reynslu drakk ég einn sopa af kaffi á jóladagskvöld og svaf eins og steinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband