27.12.2007 | 14:20
2. í rólegheitum
Hún var skynsamlega þessi ákvöðrun mín að vera í fríi milli jóla og nýárs. Sérstaklega þar sem Gulli minn ætti að vera í vaktafríi en vinnur eins og skeppna enda mikill handbolti, íþróttamaður ársins og íþrótta annáll framundan. Stelpurnar er ekki einar og við fílum okkur í botn.
Hvað með það - jóladagsboðið gekk vel og stóð til klukkan 02:00. Mikið spjallað um bækur, pólitík, fjölmiðla og fleira og fleira og fleira.
Gærdagurinn var akkúrat eins og hann átti að vera. Ég kláraði að lesa Arnald Indriðason og byrjaði á Himnaríki og helvíti Jóns Kamans. Við stelpurnar klæddum okkur ekki en lufsuðums hér á sloppum og náttfötum. Stelpurnar horfðu á CD sem þær höfðu fengið - sú yngir High school musical 1 og 2 og sú eldri fékk Aðþrengdar eiginkonur, fyrstu og aðra séríu. Hún er að klára fyrri seríuna og er búin að lofa mér að horfa ekki á þá seinni fyrr en eftir a.m.k. viku.
Gulli fór að vinna uppúr hádegi í gær og kom heim milli 20:00 0g 21:00. Við konurnar hans vorum sammála um hvað við vildum í kvöldmat - hamborgara og franskar. Hann kom færandi hendi og þetta var borðað fyrir framan sjónvarpið. Það er dásamlega sjoppulegt og næs Við horfðum á RÚV frá kvöldfréttum og fram yfir Íslenska draumnn og nutum vel. Nú erum við mæðgur að undirbúa okkur undir Kringluferð því það þarf aðeins að skipta og skila.
Hér verður soðin ýsa í kvöldmat. Með nýjum rauðum íslenskum og smjöri.
Athugasemdir
haha, hver tekur upp kartöflur á þessum árstíma? Gróðurhúsa?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.12.2007 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.