Dásamleg jól

Hér er gott að vera. Snjóar út og notalegt inni. Gærkvöldið var indælt og rólegt og maturinn góður. Gjafir teknar upp rólegheitum og allir skoða hjá öllum og dáðst er að dýrðinni.

Byrjaði á Arnaldi í gær og er komin á bls. 100. Hún er fín - en eitthvað hefur Erlendur mildast. Ég er spennt með framhaldið.

Nú er ég að baka tertu sem á að vera í eftirmat. Og fullt af jarðarberjum. Gestirnr koma klukkan sjö og margar hangikjöts rúllur verið soðnar. Ég ólst upp við kalt hangikjöt, en Gulli við heitt. Við borðum það kalt núna.....

Reyndar fengum við svokallaðan bráðlætisbita þegar kjötið var soðið á Þorláksmessu og það var mjög gómsætt að smakka biskupseistað heitt.

Hvernig var þetta hjá ykkur - kalt hangikjöt eða heitt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Heitt, og ég flýði að heiman.  Jakk.

En kalt er gott, með fullt af uppstúf og grænum baunum og malti og appelsíni.  

Svoleiðis er hjá tengdó.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.12.2007 kl. 18:27

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Kalt og gott, með uppstúf, kartöflustöppu (fyrir mig o.fl. sem ekki borða uppstúf), grænum baunum, heimatilbúnu laufabrauði, malti, appelsíni og kók. Algjör snilld. :)

Svala Jónsdóttir, 25.12.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Eyþór Árnason

Kalt - og gleðileg jól og takk fyrir sönginn.

Eyþór Árnason, 26.12.2007 kl. 01:58

4 identicon

Gledileg jol!

Her fengum vid maisstoppu a adfangadag sem var ekki alveg ad gera sig, borin fram a storu laufbladi. A joladag tokum vid Islendingarnir malin i okkar hendur og eldudum skinku, brunudum kartoflur og budum fjolskyldunni upp a hangikjot. Tau voru yfir sig hrifin tangad til ad vid utskyrdum fyrir teim hvad tadreykt tydir.

Bid kaerlega ad heilsa ollum, nu er farid ad styttast i heimkomu!

Gunnhildur Vala (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 19:34

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Hjá okkur er hangikjötið kalt,með uppstúf,ora grænum baunum,rauð kál og rauð beður,kartöflur og yndislegt laufabrauð,alveg himnesktjólakveðja.linda,gunni,dætur og kisur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.12.2007 kl. 20:10

6 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Elsku Gunnhildur mín - það eru dálítið öðruvísi hjá þér jólin í þetta sinn. Ég var um jólin hjá Wncie þegar ég var 15 ára og það var ósköp notalegt en dálítið skrýtið-sérstaklega þegar gestir voru að kíkja inn á aðfangadagskvöld.

Hlakka til að sjá þig - hvernær kemur þú heim?

Það verður nú gaman fyrir þig að fá mömmu þína, Magga og systur þínar út í janúar.....

En með hangikjötið og uppstúfið - ég geri eitt sem ég lærði hjá mömmu og það er setja aspas útí. Það er rosalega gott. Ég nota soðið í bolluna og svo fer afgangurnn út í svona rétt til að hitna.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 27.12.2007 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband