21.12.2007 | 16:23
Gaman gaman
Ég var viðstödd þegar dregið var úr réttum svörum hér í Reykjavík. Gaman á lögreglustöðinni. Þá rifjuðu nokkrir eldri lögreglumenn upp sögur þegar þeir voru að keyra út vinningana í Reykjavík á aðfangadag. Það var rosalega spennandi að fá lögguna heim og þeir voru trakteraðir á malti og appelsín, smákökum og mandarínum. Og myndir af þeim eru í ótal fjölskyldualbúmum
Oftar en ekki voru börnin í jólabaðinu. Þá duggði ekkert minna en að heimsækja barnið að jólabaðinu og afhenda gjöfina þar.
Þetta er krúttlegt
Hundruð barna fengu glaðning frá lögreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
allavega var sonur minn yfir sig hrifinn og stoltur þegar þeir svartklæddu komu með gjöfina hans.
takk fyrir
og Gleðileg Jól
kv
Erling
Erling (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:17
allavega var sonur minn yfir sig hrifinn og stoltur þegar þeir svartklæddu komu með gjöfina hanns.
takk fyrir
og Gleðileg Jól
kv
Erling
Erling (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.