19.12.2007 | 11:48
"Ertu búin að gera allt?"
Þessa spurningu má oft heyra á aðventunni. Þó sjaldnar núna en í gamladag. Enda er fólk farið að vera bara með sitt "allt" ekki eitthvað miðstýrt.
Mitt "allt" felst í því að baka 2 - 3 sortir, kaupa gjafir, pakka inn og skreyta svolítið. Ekkert sérlega mikið síðan dæturnar komust af mesta barnsaldrinum.
En eitt hef ég gert sem fæstir hafa gert - nema félagar mínir í Dómkórnum.
Ég er búin að syngja jólamessuna!
Það gerðum við í gær eftirmiðdag þegar sjóvarpið mætti niður í Dómkirkju og tók upp Aftansöng Jóla sem verður síðan sjónvarpað klukkan 22:00 á aðfangadag.
Svo minni ég á dásamlega tónleika í Dómkirkjunni í kvöld. Þar verður ró og gleði í fyrirrúmi. Kórinn byrjar að syngja klukkan 22:00 og allt verður búið fyrir klukkan 23:00
Frítt inn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.