17.12.2007 | 10:57
Helgin
Fín helgi að baki - á föstudagskvöld var hið árlega jólaboð Íþróttadeildar RÚV. Við vorum heima hjá Adolfi Inga og Systu og borðin svignuðu undan dýrindis veisluréttum. Við lögðum til fylltar svínalundir og þær voru góðar. Svo var kalkúnn, hangikjöt, hrefnukjöt, önd og ótalmargt fleira gott.
Á laugardag eftir kóræfingu þá fórum við mæðgur í Smáralindina og ég kom ekki löskuð á sál og líkama úr þeim leiðangri. Enda sett ég mig í góða gírinn. Við komum líka við í Rúmfatalagernum og ég keypti sætar jólagardínur.
Á leið okkar heim kipptum við mömmu með heim í kvöldmat og einnig kom mágurinn og borðaði. Elduð var mikil og góð gúllassúpa og henni var hesthúsað með bragðmiklu rauðvíni. Þegar allt var komið í ró settist ég ein í stofu og las dagblöð dagsins og hlustaði á báða jóla diskana með Dómkórnum. Góð og kærkomin næðisstund.
Mig langaði virkilega á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur í gær og eins upp á Gljúfrastein að hlusta á upplestur en notalegheit heimilisins togðu enn fastar.
Við mæðgurnar bökuðum tvöföld uppskrift af súkkulaðibita kökum. Ég var í síðustu viku búin að búa til karamellur og baka hnetusmjörskökur.
En jólin koma ekki nema að ég baki þær kökur sem ég er uppalin við - þ.e. súkkulaðibitakökur.
Athugasemdir
Þetta er sannkölluð jólastemmning. Það er nefninlega þetta með tónleika á þessum tíma. Þeir eru svo ótalmargir og erfitt að velja. Svo eru 2-3 viðburðir að skella á sama tíma. Þá er um að gera eins og þú gerir að eiga góða stund í notarlegheitum heima og "jólastússast". Gerist ekki betra!
Sigurlaug B. Gröndal, 17.12.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.