Leynivinavika

Hér í fyrirtækinu stendur nú yfir leynivinavika. Hér læðist fólk um með jólaljóma í augum og jólaglott á vör og laumar gjöfum á skrifborð samstarfsmanna.

Síðan eru send þakkarbréf í póstkerfinu okkar. Eitt þeirra hljómar svona:

Dásamlegi unaðsleynivinur minn sem ég elska svo heitt af öllu hjarta.

Líkami minn þráir þig og ég finn að hugur minn hverfur iðulega til þin. Ég vaknaði í nótt, það var kuldalegt og einmanalegt í rúminu án þín. Ég faðmaði að mér kaffibollann sem ég fékk frá þér í gær og reyndi að finna af þér sætan ilminn.

Hvernig skyldirðu líta út? Hvernig ertu þegar þú tekur niður hárið? Hvað gerirðu þegar þú ert einn heima? Ég hugsa ekki um annað en þig og vona að þú hugsir stundum til mín.

Mig langar að klæða þig hægt úr fötunum og löðra þig upp úr heitu sírópi og þeyttum rjóma.

Þinn að eilífu,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha gaman í vinnunni hjá þér  Takk fyrir daginn í dag þetta gekk náttúrulega bara vel enda erum við orðnar vel sjóaðar í þessu mín kæra..

Kveðja uppáhalds

Hildur (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:05

2 identicon

Já há,

svona hafið þið það þá í hinu virðulega fyrirtæki,

trúi að þú skemmtir þér vel og eigir ekki í neinum vandræðum með að senda sambærileg bréf.

kv. fyrsta freyja

fyrsta freyja (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 18:49

3 identicon

Vá. Segi eins og fyrsti ræðumaður: Gaman á þínum vinnustað.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 13:53

4 Smámynd: Jens Guð

  Mikið sem Umferðarstofa hljómar sem skemmtilegur vinnustaður.  Ég var annars í þessum töluðu orðum að lesa um það að þú sért svo gott sem orðin kvikmyndastjarna ásamt börnum þínum.  Þessa mynd,  Dugguholufólkið,  verð ég að kíkja á.  Höfundurinn,  Ari Kristins,  var bekkjarbróðir minn í Myndlista- og handíðaskóla Íslands í gamla daga.  Áður var hann poppstjarna með hljómsveitinni Trix. 

Jens Guð, 16.12.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband