Okur!

Nú vek ég athygli á okri eins og Dr. Gunni

Á mánudagseftirmiðdag þá röltum við mæðgur niður og upp Laugaveginn. Við fórum inn í margar tuskuverslanir og spekúleruðum og spáðum. Svo fórum við á Mál og menningu og að sjálfsögðu í Skarthúsið sem er ein heitasta búð bæjarins fyrir unglingsskjátur.

Nú kemur að okrinu: Þrír kakóbollar og tvær muffins - 1.870 kr - er þetta normalt!

Og múffurnar voru klipptar út úr plastumbúðum sem mér finnst gefa til kynna að þær hafi verið fluttar inn frystar - en þær smökkuðust alveg ágætlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

og hvar var þetta svona dýrt?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.12.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband