7.12.2007 | 09:06
24 stundir
Við mæðgur erum allar þrjár í 24 stundum í dag. Viðtal við Bryndísi og mynd af okkur öllum. Þær eru nú ekkert smá fallegar dætur mínar - að ég tali nú ekki um hvað þær eru nú yndislegar - svona oftast. Við erum semsagt á bls. 40 eða 46.
Frumsýningin á Duggholufólkinu er að baki og myndin er virkilega fín. Mæli með henni. Hún er spennandi en ekki þannig að börn gráti af hræðslu. Þau augnabilik eru stutt og svo eru falleg dýr í myndinni og það er alltaf gott.
Við stungum aðeins inn nefinu í frumsýningarpartíið og þetta var algjör upplifun fyrir stelpurnar.
Jæja þá er afmælið búið, frumsýningin að baki og nú verð ég víst að taka mig upp á rass.... og fara að hugsa jóla jóla. Ég ætla þó að láta eftir mér að fara með mínum í rómó ferð um helgina......
Athugasemdir
Til hamingju!
Heidi Strand, 7.12.2007 kl. 09:36
Mikið eru þið sætar í 24 stundum :D
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:35
Ofsa sætar mæðgur allar þrjár. Góða skemmtun um helgina af helgarvaktinni, kv. Systa.
Þuríður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 14:06
Ekkert smá flottar mæðgur í blaðinu!
Og svo fínt viðtal við Bryndísi.
Góða ferð í bústaðinn xx
Maja (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:05
Nú bara verð ég að kvitta, kíki stundum hér. Mikið fín mynd af ykkur mæðgum í dag, bara flottar stelpur sem þið eigið.
Kv.Bryndís í Langholti
Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:29
Þið eruð flottar Kveðja.
Eyþór Árnason, 8.12.2007 kl. 02:33
Takk fyrir fallegar kveðjur yndislega fólk!
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 8.12.2007 kl. 11:01
Þetta fór sko ekki framhjá mér. Ég fylltist eiginlega stolti að sjá bloggvinkonuna í mynd og alles Stelpurnar þínar bera það með sér að vera æðislegar og nú er bara að skella sér í bíó og sjá mæðgurnar - Til hamingju með ykkur!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 14:53
Til hamingju með dætur þínar, Kristín mín. Þú ert sannarlega "góð til undaneldis" ef ég má leyfa mér að nota það hugtak.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 8.12.2007 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.