3.12.2007 | 10:46
Teygjusokka tónlist
Í morgun á leið til vinnu þá kveikti ég á Rondo tónlistarstöðinni og þaðan hljómaði teygjusokka tónlistin svokallaða.
Sagan er svona: Pabbi fór til London 1979 til að fara í hjartaaðgerð og mamma fór að sjálfsögðu með og dvaldi á hóteli nálægt sjúkrahúsinu. Til að létta þeim lífið þá spiluðu þau þægilega og góða tónlist og oftar en ekki varð Mozart fyrir valinu. Um fót pabba var svona teygjusokkur því æð hafði verið tekin úr fætinum.
Þannig að í hvert sinn sem Konsert fyrir flautu og hörpu eftir Mozart hljómar þá dettur mömmu (og mér líka) teygjusokkur í hug.
Athugasemdir
Sæl mín kæra.
Til hamingju með myndina! Mikið voruð þið mæðgur sætar í blaðinu í dag. Og Anna Kristín orðin svona fögur ung stúlka! Tíminn flýgur...
Helga (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.