Hakkavélin hennar ömmu minnar

Á föstudag fékk ég lánaða hakkavéli hjá mömmu minni. Mamma hennar átt vélina góðu. Hún keypti hana í Reykjavík 1938 þegar hún fátæk sjómannskonan að vestan var í bænum. Þetta er falleg maskína og að sjálfsögðu handsnúin. Amma var lengi að velta fyrir sér hvort hún hefði efni á að kaupa svona dýra hakkavél og fór víst margoft í búðina áður en hún lét slag standa. Enda kostaði hakkavélin heilar 12 krónur.

Ég hafði hugsað mér að baka vanillu hringi; hef aldrei bakað slíka áður en fann allt í einu mikla þörf fyrir að prófa. Deigið gerði ég á föstudegi og geymdi það í ískáp fram á laugardag. Þegar hefjast átti handa kom í ljós að eitt stykki vantar í vélina - litla skífu sem skrúfast framan á hana. Stykkið með munstrunum er á sínum stað en það sem mig vantar er stykki sem virkar þannig að það lokar á þau göt sem ekki á að nota hverju sinni.

Ef einhver á slíkt stykki þá þætti mér vænt um að vita af því og hugsanlega fá lánað. Nú ef að einhver veit hvar slíkt stykki fæst þá er það enn betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk nostalgíukast þegar ég las þetta. Mamma átti eina svona eldgamla sem var nánast bara tekin fram þegar mamma bakaði loftkökur. Því miður er maskínan ekki lengur til, en mikið svakalega var hún pottþétt, svona handsnúin, engin hætta á að hún gerði ekki það sem til var ætlast.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég myndi athuga í Góða hirðinum eða hjá Fríðu frænku. Og takk fyrir sönginn í gær. Shg biður að heilsa. (því miður er gamla hakkavélin hennar mömmu grafin einhversstaðar ofaní haug inní í gám í  leikmunakassa uppí vinnu)

Eyþór Árnason, 4.12.2007 kl. 00:29

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Takk fyrir þetta Anna og Eyþór. Mér hafði einmitt dottið í hug að athuga hjá Fríðu frænku. Ég var þar reyndar á laugardag og keypti mér tvö gamaldags kökubox. Annað er með svona breskum herramönnum á refaveiðum en hitt er með gasalega flottri fjölskyldu á herrabúgarði. Bæði mjög skemmtileg.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 4.12.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband