27.11.2007 | 06:54
Litla lífið
Ég sá ekki mína litlu stelpu fyrr en 14 tímum eftir fæðingu og það var rosalega erfitt. Ástæðan var sú að ég var mjög veik eftir bráðakeisara og hún var líka tengd við tól og tæki á vökudeild. Svo var ég skorin á laugardagskvöldi og vaknaði á gjörgæslu í gamla spítala. Það getur verið mjög erfitt að tengjast barni þegar svona langt líður frá fæðingu og þar til konur fá að sjá barnið.
Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fékk ekki að sjá minn son fyrr en hálfum sólahring eftir að hann fæddist, fékk bara mynd af honum:) Hann var tekinn með keisara og fór strax á vökudeild. Þetta var fyrir 16 árum síðan.
Laufey (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.