Helgin

Eins og síðasta helgi var viðburðarík þá var þessi að sama skapi róleg.

Veðrið í gær var vægast sagt ömurlegt og kallaði hreinlega á kósíheit. Við mæðgur fórum á bókasafnið og ég tók stóran og góðan bunka. Einnig tók ég þrjár myndir. Ég viðaði að mér dagblöðum og sat svo í uppáhaldsstólnum mínum og las blöð, hlustaði á útvarp og hringdi nokkur símtöl. Eldaði í gær og hér borðaði auka unglingur og mágur minn með okkur fjórum.

Eftir messu í morgun fór ég og drakka kaffi hjá mömmu. Kósí stund hjá okkur tveim.

Á leið heim fór ég í bakarí og keypti slikkerí handa mínum tveim og fullt af öðrum unglingum sem hér voru. Gaf á garðinn og hér hefur verið unglingastóð í dag. Það finnst mér gaman. Ég fór á loftið og las og dottaði.

Ég er semsagt búin að safna kröftum fyrir átökin í vikunni framundan.....Nú byrjar stuðið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband