Duggholufólkið

Duggholufólkið 1Nú líður að frumsýningu á myndinni sem Ari Kristinsson gerði. Stelpurnar mínar eru í litlum hlutverkum í myndinni. Sú í rauðu úlpunni er Bryndís Sæunn Sigríður og hún leikur klíkustelpu sem er leiðinleg við aðal söguhetjuna. Sú hávaxna hægramegin á myndinni er Anna Kristín sem leikur klíkusystur hennar.

Ég er meira að segja með hlutverk í myndinni - leik mömmu hennar dóttur minnar sem kemur og vill biðjast afsökunar á framferði hennar.

Það verður gaman á frumsýningardaginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sætar!

siggahg (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 15:39

2 identicon

Taer eru ekkert sma hardar! Hvenaer er frumsyningin?

Gunnhildur Vala (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Eru þær svolítið mikið líkar systurnar. Í útliti á ég við. Þykist sjá það á myndinni. flottar stelpur og örugglega ofsalega gaman að taka þátt í svona verkefni.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.11.2007 kl. 12:33

4 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Myndin verður frumsýnd í byrjun desember - og já þetta er mikið ævintýri. Líkar eða ekki líkar, það er spurningin! Sumir sjá svip með þeim, aðrir ekki. Sumum finnst sú eldri lík mér, sumum sú yngri. Sumir segja að sú eldir sé alveig eins og pabbi sinn, aðrir að hún sé eins og ég.

Þær eru fallegar, góðar og yndislegar - en að vera með 12 og 14 ára unglinga á heimilinu getur stundum reynt á þolrifin!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 16.11.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband