15.11.2007 | 12:03
Umferðar Einar
Ég skemmti mér stórvel í sumar þegar Á grillinu með Tvíhöfða var á dagskrá rásar tvö. Ein týpan var þó í sérstöku uppáhaldi og það er Umferðar Einar. Og nú er hann kominn í sjónvarp - okkur hér á Umferðarstofu til mikillar ánægju.
Í gær og fyrradag vorum við á umferðaröryggissviði og rekstrarsviði Umferðarstofu á starfsdögum á Nesbúð. Fínir tveir dagar og góð afköst. Mjög gott að komast úr skarkala og síma og geta "brain stormað"
Nema hvað - við fundum mörg tilefni fyrir "B - þrjú" bremsa, belti og brosa og "S - þrjú" sól, syfja og og og og brosa og "H - þrjú" hjólbarðar, hlusta og horfa.
Vona að Umferðar Einar nái að dafna og þroskast.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.