Þetta vissi Gulli minn sko!

Íturvaxnar konur geta reynst betri kostur þegar kemur að makavali en þær grennri. Ný rannsókn gefur til kynna að þær kunni að vera gáfaðri og að börn þeirra séu einnig gáfaðri en kynsystra þeirra. Í rannsókninni voru um 16 þúsund konur teknar til skoðunar. Niðurstaðan var sú að þær þrýstnari stóðu sig betur á vitsmunaprófi heldur en aðrar og sömuleiðis stóðu börnin þeirra sig betur. Jafnframt leiddu niðurstöðurnar í ljós að því meiri munur sem væri milli mjaðma og mittis því betur stóðu konurnar sig.

Vísindamennirnir halda því fram að árangur þeirra íturvöxnu megi rekja til fitusýra á mjöðmum þeirra. Á því svæði safnast oft saman Omega-3 fitusýrur sem geta bætt vitsmuni kvennana og barna sem þær ganga með. Þær kunni því að vera betri kostur þegar kemur að makavali.

Að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá, eru sérfræðingar ekki sannfærðir um gildi þessarar rannsóknar. „Það er mjög hæpið að tengja fitusýrur við vitsmuni. Þarna geta aðrir þættir komið inn, eins og stétt viðkomandi eða mataræði,“ segir Martin Tovee hjá háskólanum í Newcastle í samtali við BBC.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég hef aldrei tilheyrt ,,Petite" deildinni, svo þetta eru bara hinar skemmtilegustu fréttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.11.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hehe, þarna kom sko skýringin á því hvað börnin mín eru helv... klár  

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.11.2007 kl. 15:46

3 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Já ekki nóg að við séum svona helv. fallegar, við erum klárar líka

Inga Dagný Eydal, 12.11.2007 kl. 20:45

4 Smámynd: Ibba Sig.

Meira klúðrið hjá mér að bíða ekki aðeins með barneignirnar. Hefði átt mun gáfaðri börn í dag!

Ibba Sig., 14.11.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband