Helgin í hnotskurn

Eftir vinnu í gær kom ég rétt við heima áður en kóræfing hófst klukkan 19:00 í Kristskirkju. Gulli minn var svo elskulegur að fresta lífinu um klukkutíma því sveitamaðurinn ég VERÐ að sjá Útsvar. Við horfðu því á það á RUV+.

Ég fékk ágætan og langan svefn og ekki veitir af því ég er ekki mikill bógur á laugardögum.

Tóneikarnir hjá okkur eru klukkan 16:00. Dásamleg tónlist á dagskránni. Bryndís ætlar að fara og leika við Ara okkar á meðan pabbi hlustar á mömmu og kórfélagana.

Eftir tónleika erum við boðin til kórhjónanna  Öglu og Hadda sem búa á Túngötu. Þaðan verður svo þrammað með gasagangi og flissi á Restaurant Geysi í Aðalstræti og borðað og hlegið.

Á morgun er það síðan Lækjarbrekka klukkan 15:00 því mamma er búin að bjóða nokkrum frænkum á mínum aldri í dömukaffi. Þetta eru dætur genginna frændfólks sem mamma vill halda sambandi við.

Ari minn kemur síðan hingað og gistir á morgun því það er stór dagur hjá mömmu hans og pabba. María Heba er að leika í Hér og nú sem verður frumsýnt á morgun og Kristófer er prodúsent af Tekinn sem tilnefndur er til Eddu-verðlauna sem verða afhent á morgun.

Ekki leiðinleg helgi þetta....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nóg að gerast hjá þér  ég mun fara að sjá Hér og nú, það er á hreinu en dauðöfunda þig af kórnum. Kórstarf er með því skemmtilegra sem ég hef tekið mér fyrir hendur en hef ekki fundið tíma í síðan einhvern tíma á tíunda áratug síðustu aldar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég tók mér langt kórhlé en fór aftur í Dómkórinn þegar yngri stelpan fæddis. Ég fann að ég varð að gera eitthvað sem ég ætti ein. Það er frekar stutt milli stelpnanna og ég var ár heima með þær báðar og þá er rosalega gott að fara út af heimilinu í kór.

Svo er fólkið í kórnum mínum alveg sérlega yndislegt. Og gaman að vera með Marteini. Varst þú ekki í kórstjórn hjá honum og hljómborði?

Svo hefur líka frændfólk mitt og bróðir verið að syngja og það er sérlega skemmtilegt

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 11.11.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband