Endurvinnslutunnan

Ég er búin að panta eina slíka. Ég hef verið að hugsa um þetta undanfarnar vikur og svo ýtti þessi auglýsinga herferð hressilega við mér.

Nú byrjum við að skola, flokka og setja í glæra plastpoka. Þetta verður stuð. Ég er einhvernveginn algjörlega tilbúin að gera þetta núna. Þegar ég henti fimm dósum undan niðursoðnum tómötum eitt kvöldið þegar ég var að elda þá var mér allri lokið og ákvað að þetta væri gjörsamlega óviðunandi.

Nú þarf að virkja alla fjölskylduna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Endurvinnslutunna á að vara við hlið þeirra venjulegu, á öllum heimilum og ókeypis...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.11.2007 kl. 13:59

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hér á bæ er allt mögulegt endurunnið, nema matarúrgangur, mig vantar moltutunnu

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.11.2007 kl. 15:36

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Auðvitað eiga svona tunnur að vera ókeypis við hvert hús. Það hlýtur að vera framtíðin. Varðandi matarúrgang Hildigunnur - hvað getur maður gert. Þetta er náttúrulega það saklausasta sem maður lætur frá sér en enga að síður þá væri gott að endurnýta leifar. Mig langar mest í kvörn í eldhúsvaskinn.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.11.2007 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband