Helgarlok

Frekar svona lágreist helgi. Ég var gjörsamlega búin þegar ég kom heim á föstudag. Ég var uppi á Skaga þar sem við samstarfskonurnar vorum með erindi á Umferðarráðsfundi. Við gerðum grein fyrir þeim verkefnum sem Umferðarstofa vinnur að vegna umferðarfræðslu yngstu kynslóðarinnar. Komum ekki í bæinn fyrr en klukkan 19:00. Sofnaði snemma og vaknaði þreyttari á laugardeginum. Treysti mér hvorki á æfingu né að syngja á tónleikum til heiðurs Jóni Þórarinssyni.

Mágur minn eldaði og bauð í mat í gær. Ég hef ekki verið til mikils í dag -bara svona lufsast hér í einhverju speisi.

Horfið þó á Silfur Egils. Svandís var frábær eins og alltaf. En ég skil ekki þessa frjálshyggju gaura. Þeir klifa sífelt á þessu frelsi og hinu frelsi. Ég hef ekki upplifað allt þetta helsi sem þeir eru svona rosalega upptekknir af að ríki hér. Eru þeir bara ekki svona heftir sjálfir...Æ ég veit ekki.

Ætla að taka mig til og drífa mig niður í Dómkirkju þar sem minnst er allra þeirra sem gengnir eru.  Þar syngjum við eflaut eitthvað fallegt. Allra sálna messa í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband