26.10.2007 | 07:48
Ættartré
Ég var að hjálpa þeirri yngir að fylla út ættartré sitt. Mjög skemmtilegt skólaverkefni. Hún hafði margar athugasemdir um afa og ömmur og langömmur og langafa. Sum voru langlíf, aðrir dóu ungir. Henni fannst nú þessi ártöl ansi merkileg.
Einn langafa hennar fæddist 1869 og annar 1877.
Báðir afar hennar fæddir 1917.
Ein langamma hennar varð 53 ára, önnur 94 ára.
Eitt sinn hittist bekkur hennar með foreldrum og systkinum og áttu þau að sýna eitthvað að heiman, eitthvað sem þeim fannst merkilegt eða hafði sögu. Mér fannst ótrúlega skemmtilegt þegar ein bekkjasystra hennar sýndi skartgrip sem amma hennar hafði fengið í fermingargjöf árið 1966. Ömmur Bryndísar minnar fermdust aftur á móti 1937 og 1940
Athugasemdir
Þetta kallaði heldur betr fram minningu hjá mér. Eldri dóttirin fékk nefnilega svona verkefni einu sinni og ég lenti í hinum mestu vandræðum með að hjálpa henni. Málið var að það var svo erfitt fyrir mig að rekja sérstaklega móðurættina þar sem flestir þeim megin dóu frekar ungir og það er enginn á lífi af næstu kynslóð á undan mér. Ég gat ekki spurt neinn út í ættmæður og ættfeður þeim megin. Þurfti að hafa mikið fyrir því að leita að upplýsingum, náði þeim á endanum upp úr ættarbókum og Íslendingabók.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 21:22
Við erum jú í sömu ætt, þú snorkestelpan og ég múmitröllið. Komdu endilega í heimsókn á vinnustofuna. Ég á Múmiálfakex með kaffinu. Þú mátt drekka úr Mumikönnunni.
Heidi Strand, 27.10.2007 kl. 19:35
Anna - það var rosalega gott að geta leitað til Íslendingabókar með fæðingastaði fofeðranna. Og mér finnst svo gaman þegar þær eru að spekúlera í fjölskyldunni - vá hvað amma átti mörg systkyn! afhverju átti langamma tvær stúlkur sem hétu Erla? var afi 23 árum eldri en amma? o.s.frv.
Og Heidi - ég er sko alveg til í að kíkja á þig, fá kaffi og múmínálfakex!
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 29.10.2007 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.