Páll Sigurðsson

Í dag, 24. október, er fæðingadagur tengdaföður míns heitins. Hann hét Páll Sigurðsson og var fæddur á Vífilsstöðum þar sem faðir hans var yfirlæknir og mamma hans hjúkrunarkona. Hann var einn fjögurra systkina. Hann lauk stúdentsprófi frá MR og lærði síðan verkfræði í Kaupmannahöfn og í Þýskalandi. Eftir heimkomuna vann hann sem rafmagnasverkfræðingur og var rafmagnseftirlitsstjóri þegar hann dó.

Hann var handtekin á stríðsárunum þegar hann kom til Lundúna frá Þýskalandi og var ásamt nokkrum öðrum haldið svo mánuðum skipti á eyjunni Mön. Þeir voru þó í góðu yfirlæti.

Páll var vel gerður og vel gefin maður og notaði tímann á Mön til að læra á píanó og bæta við sig í tungumálum.

Hann kvæntist tengdamóður minni, Önnu Soffíu Steindórsdóttur árið 1948 og svo fæddust drengirnar þeirra, Sigurður 1952 og Gunnlaugur Þór 1957.

Páll dó langt um aldur fram aðeins 49 ára gamall. Hann dó 16. desember og þá voru strákarnir 14 ára og 9 ára.

Það var erfitt fyrir ekkjuna ungu að sjá á eftir glæsilegum og góðum eiginmanni en hún kom drengjunum til manns með góðri hjálp foreldra sinna. Sjálf dó Anna Soffía 74 ára gömul 10. desember 1997.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg minning um mann sem greinilega hefur reynt ýmislegt sem verður að teljast sérstakt fyrir Íslending.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já þessi dvöl á Mön var óneitanlega sérstök. Þá grunaði aldrei að hann væri njósnari en þetta var óryggisráðstöfun. Þeir sem komu frá Þýskalandi voru einangraðir. Þetta var hálfgert stofufangelsi og aðbúnaðurinn var víst alveg þokkalegur.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 25.10.2007 kl. 10:47

3 identicon

Mér fannst líka svo frábært að lesa í frásögninni þinni að hann skyldi nota tímann til að læra á píanó - kannski af því að það er mitt hljóðfæri og ég get einhvern veginn svo auðveldlega ímyndað mér hvað píanóspil hefur verið nærandi fyrir sálina verandi í þessu stofufangelsi.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband