Endemis vitleysa

Hvaða bull er þetta í Steinunni Jóhannesdóttur! Að mannréttindi karla og kvenna skerðist við það að fólk af sama kyni fái að ganga í hjónaband? Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað hún er að fara. Ég gluggaði í grein hennar í Mogganum áðan og þar talar hún um börn sem nærast við móðurbrjóst etc. Bíðið við -hvað með öll börnin sem eru ættleidd og nærast ekki við (kyn) móðurbrjóst, ógna þau mannréttindum hennar?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það er alveg með ólíkindum að lesa þessar greinar hennar Steinunnar, því þetta er svo sannarlega ekki sú fyrsta. Í þessari nýjustu vísar hún til tillögu um að orðin karl og kona verði numin brott úr hjúskaparlögum og í þeirra stað komi að lögin gildi um hjúskap tveggja einstaklinga.

Svo segir Steinunn: "Slík tillaga er álíka fásinna og að telja það rétt stúlkna að banna tilvist drengja og rétt drengja að banna stúlkur, í þágu jafnréttis mættu einungis kynlausir einstaklingar fæðast. "

Aumingja Steinunn. Hún er ekki kona nema lögin segi það. Núna er hún í hjúskap og þar með er hún kona og maðurinn hennar karl. En ef lögunum verður breytt, hvað verður þá um þau hjónin?

Undarlegur fjári að skilgreina lífið eftir orðalagi í lögum, í stað þess að láta lífið stjórna lögunum.

En eins og ég sagði, þá er þetta fjarri því fyrsta greinin sem Steinunn skrifar í þessar veru. Í fyrra skrifuðu þau grein saman, hjónakornin, karlinn og konan sem sagt, og þar kvörtuðu þau hástöfum. Sögðu að ný skilgreining á hjónabandinu hefði áhrif á merkingu þess fyrir alla sem þegar væru í hjónabandi. Af greininni mátti einna helst skilja, að það myndi algjörlega eyðileggja hjónaband þeirra, og annarra sem gengu gagnkynhneigðir og grandalausir í hjónaband, ef aðrir og óæðri fengju að hnýta slíkt band. Líklega myndi hjónabandið þeirra þá enda á öskuhaugunum, eins og biskupinn hélt fram.

Ekki er nú sjálfstraustið mikið ;)

Ragnhildur Sverrisdóttir, 22.10.2007 kl. 09:56

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já einmitt - okkar gagnkynhneigðu hjónabönd eru í rosalega mikilli hættu á að gengisfalla ef samkynhneigðir fá að gifta sig. Mikið svaklega getur fólk teygt sig langt í skilgreiningum og eins og þú segir Ragnhildur að láta orðalag í lögum gagntaka sig svo hressilega að þú verðir gjörsamlega að skilgreina þig upp á nýtt! Tekur einhver mark á svona dellu skrifum?

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 22.10.2007 kl. 14:35

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Aumingjans konan segi ég nú bara - mannréttindi mín skerðast ekki við að samkynhneigðir gangi í hjónaband og ég skil engan veginn að annarra geri það heldur. Aftur á móti skerðast mannréttindi samkynhneigðra við að fá ekki að ganga í hjónaband. Voðaleg viðkvæmni og  er þetta nú yfir einu orði! ... Eru nú mannasetningarnar orðnar mikilvægari en mannréttindin ?

Ef að Steinunn sem er 1/2 hjón elskar náungann eins og sjálfa sig ætti hún að þola náunganum að ganga í hjónaband sama hvers kyns hann er.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband