22.10.2007 | 09:06
Áfengi í matvörubúðir
Ég hef svosem enga skoðun á málinu. Mín vegna má þetta vera eins og það er þ.e. vín, bjór og sterkt í ríkinu. En ég kem ekki til með að mótmæla þó að nýja frumvarpið verði samþykkt.
En Guðlaugur Þór á í erfiðleikum. Hann er núna heilbrigðisráðherra en að eigin sögn styður hann frumvarpið vegna þess að "hið opinbera á ekki að standa í smásölu"
En það hlýtur að vera erfitt fyrir heilbrigðisráðherra að styðja frumvarpið þó að Guðlaugur Þór styðji það. Ég spái að hann verði ekki í þingsal þegar greidd verða atkvæði um frumvarpið. Ef grunur leikur á að stuðningur verði tæpur þá kallar hann til varamann.
Sjáum hvað setur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.