20.10.2007 | 16:55
Ég er með "ekki" matarboð!
Humm - hvernig er það hægt?
Þannig er að frænka mín hún Wincie á afmæli í dag og sonur hennar ætlar að elda handa henni hér hjá okkur. Ekkert flóð af fólki - við fjölskyldan, Kristófer, kona og barn, afmælisbarnið og mamma mín og mágur.
Það verður skemmtileg að setjast niður á heima hjá sér og borða veislumat sem annar hefur eldað. Eg veit fyrir víst að það verður villibráð í forrétt því Kriss er veiðimaður.
Svo verður litli kútur hann Ari hér eftir og gistir hjá okkur. Það verður glatt á hjalla!
Athugasemdir
Það besta af öllu að þá þurftir þú ekki að fara út í þessa brjáluðu umferð.
Bið að heilsa Wincie ef hún man eftir okkur.
Heidi Strand, 21.10.2007 kl. 22:24
Vonandi tókst "ekki" matarboðið vel. Vegna fyrirspurnar þinnar í vor um skrautskriftarnámskeið sem dóttir þín gæti komist á þá er eitt slíkt í uppsiglingu í Reykjavík seinni partinn í nóvember. Dagsetningar hafa ekki verið negldar niður en ég læt þig vita þegar þær liggja fyrir. Þetta verður ódýrt námskeið sem ekkert stórt batterí stendur að. Nokkrar vinkonur sem hafa aðgang að kennsluaðstöðu standa fyrir þessu námskeiði.
Jens Guð, 21.10.2007 kl. 23:10
Takk aftur fyrir frábært gærkvöld. Þetta var alveg yndó. Og takk fyrir að leyfa stubba að gista.
xx
Maja (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 23:47
Ég skal skila kveðjunni Heidi.
Takk fyrir þetta Jens - hlakka til að heyra frá þér
Já og takk Mæja mín fyrir frábært kvöld - og fyrir að lofa stubbaling að gista. Vona að brönsinn hjá Nönu og co. hafi lukkast vel....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 22.10.2007 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.