Þarna var ég

Kórinn minn söng við athöfnina sem var hin ágætasta.

Eitt spillti þó fyrir og það var hrikalegur ágangur ljósmyndara - illa til fara og sjoppulega klæddir. Þeir voru eins og hrægammar. Ég er ekki að fara fram á jakkaföt og bindi en það verður nú aðeins að athuga tilefnið og gera kröfur um snyrtilegan klæðnað.

Eitt er víst - að það eiga eftir að verða deilur um þessa þýðingu. Ég frétti að Gunnar í Krossinum hefði keypt upp lagerinn af gömlu þýðingunni því hann er svo mótfallinn þeirri nýju.


mbl.is Íslenska þjóðin fær eintak af nýrri íslenskri Biblíuþýðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Ég er viss um að þú hefur borið af í söng og framkomu

Karin Erna Elmarsdóttir, 19.10.2007 kl. 15:08

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæl Kristín, ég sá skrif þín hjá Huld og þar talaðir þú um Stíg, mig langar aðeins til að spyrja þig um það og fyrirgefðu að ég er ekki að tala um kórinn eða biflíuna að því hvoru tveggja huga ég kannski þegar ég fer á eftirlaun.

Málið er að bróðir minn og hans kona eru með 3 drengi sem eru ekki í X staðli og mér finnst þau alltaf vera í bölvuðu bassli með einmitt félagsleg mál þeirra drengjanna.

Get ég fundið eitthvað um Stíg á netinu? 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.10.2007 kl. 22:23

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Stígur er rekinn af Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og upplýsingar ættu að vera á www.reykjavik.is

Annars mæli ég með því að bróðir þinn og mágkona hafi samband við þjónustumiðstöðina í sínu hverfi. Þannig komst mín dóttir að eftir að hafa farið þar í viðtöl bæði við félagsráðgjafa og sáfræðing.

Það verður að segjast að þegar hún var komin inn í "kerfið" þá fengum við afbrasþjónustu og það var gott samstarf milli skólans hennar og þjónustumiðstöðvarinnar

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.10.2007 kl. 09:44

4 identicon

Fyndið að lesa þetta um Gunnar í Krossinum. Hann var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég horfði á fréttir og sá samanburð á gamla textanum um hókarlana og kynvillingana og nýju þýðingunni. Viðurkenni að það hlakkaði í mér.

Sammála þér með ljósmyndarana. Mér finnst að þeir eigi að taka mið af eðli samkundunnar þegar þeir mæta á svæðið.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 11:55

5 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég segi eins og þú Anna að það hlakkar líka í mér heheheheheh

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 20.10.2007 kl. 16:48

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir þetta Kristín, þau eru sossum búin að vera í sambandi við sálfræðinga og félagsráðgjafa, eru komin með félagsliða núna og létti það mjög á móðurinni, en þurfa þau sem sagt einhverskonar bévís til að komast þarna í Stíg? Mér segir svo hugur um að þarna sé einhverskonar félagsstarf sem er fyrir sér líka og þannig verði andleg líðann betri, en takk fyrir aftur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.10.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband