Frábært

Gott að lesa þetta í blaðinu. Ég hef heyrt samkynhneigða segja að þegar þeir komust sjálfir yfir fordóma gagnvart sinni eigin samkynhneið þá fannst þeim erfiðast að segja pabba og mömmu frá. Ég held líka að "neikvæð" viðbröð foreldra stafi oft af því að þeir óttast að líf barna þeirra verið erfitt og þau komi til með að mæta fordómum. Þá kemur til okkar kasta.

Einn vinur minn sagði viðbröð föður síns hafa verið þau að þegar hann kom út úr skápnum tvítugur þá var pabbi hans með svo mikið samviskubit yfir að honum hefði liðið illa öll þessi ár sem hann gat ekki talað um þetta við foreldra sína.

 Þegar ég var með dóttur mína handleggsbrotna á spítala fyrr á árinu þá greip ég að sjálfsögðu til málsháttarins "þetta grær áður en þú giftist". Hjúkrunarkonan tók undir þau orð og sagði að það ætti örgglega eftir að koma myndir piltur inn í líf hennar. Ég svaraði að bragði "nú eða fönguleg stúlka". Dóttirin kippti sér nú ekki upp við þetta en ég sá að hjúkkann varð dálítið skrýtin á svipinn. 

 


mbl.is Af hverju verða sumir pabbar reiðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Til fyrirmyndar! Þetta skiptir svo óskaplega miklu máli. Unglingar, sem eru að velta þessu fyrir sér, sjá nánast bara gagnkynhneigðar fyrirmyndir um allar trissur, þótt auðvitað hafi þetta stórbatnað.

Enn gleymir fólk að við erum ekki öll eins. Í vikunni var skoðanakönnun á netinu, um tekjur heimilisfólks. Hvort er með hærri tekjur? Og svarmöguleikarnir voru a) hann b) hún c) ég bý ein.

Ég sá að ég gat ekki tekið þátt í þessari blessuðu könnun

Ragnhildur Sverrisdóttir, 19.10.2007 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband