18.10.2007 | 09:26
Dóttir í prófum
Yngri dóttir okkar er nú í íslensku prófi fyrir 7. bekk. Mér dettur ekki í hug að stressa mig eða barnið á þessu prófi. Hún gerir eins og hún getur.
Við létum þá eldri ekki taka samræmd í 7. bekk - lögðum það ekki á hana. Og hún tekur ekki heldur samræmd próf næsta ár þegar hún verður komin í 10. bekk.
Það eru sem betur fer komin úrræði fyrir þessa krakka sem ekki taka prófin. Fyrir nokkrum árum vorum þeim allar dyr lokaðar en nú eru margi skólar með áfanga og brautir sem þau geta tekið. Sem betur fer.
8.500 grunnskólanemendur þreyta samræmd próf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Minn sonur er líka að taka próf hann er búinn að vera gera gömul próf hér heima og skóla þetta eru 2 tímar á dag samann 4 tímar sem þau eru í prófum þessi grey en gangi þeim vel og gera það sem þau geta
Grímsnesbúi (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 10:51
Sæl Kristín, hvaða úrræði eru þetta sem þú talar um?? Á einn 11 ára sem tekur amræmd á næsta ári,,,og það er strax kominn hnútur í magann á mér.
Ásgerður , 18.10.2007 kl. 16:22
Þetta átti að vera "Sæmræmd"
Ásgerður , 18.10.2007 kl. 16:23
Það sem ég á við er að eftir 10. bekk þá eru til námsbrautir t.d. í Iðnskólanum og Borgarholtsskóla fyrir þau sem ekki taka samræmd próf.
Varðandi samræmdu prófin sem þau taka í 7. bekk þá skifta þau ekki máli nema til að taka stöðuna. En fyrir krakka sem eru t.d. lesblind þá er þetta mikið kvíðamál og eitthvað svo ógnvekjandi - samræmd próf. Ég hreinlega lagði það ekki á mína og sé ekki eftir því.
Sú yngri er aftur á móti eins og fiskur í sjó og ekkert stressuð - var bara úti að leika í gær og á handbolta æfingu.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 19.10.2007 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.