Þetta skil ég vel

Ekki það að við búum í miðbænum en það að búa í Vogahverfinu eins og við og vinna eins og við gerum, annarsvegar í Útvarpinu og hinsvegar í Borgartúninu er alveg gríðarlega þægilegt. Og tómstundastarf barnanna er allt í hverfinu. Við þurfum t.d. ekki að fara út á stofnbrautirnar til að komas í og úr vinnu.


mbl.is Staðsetning, staðsetning, staðsetning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ý á mjög svo góðum stað, Sóleyjargötunni, líður bara vel þar, fyrir utan béfaðan fnykinn frá N1 skyndibitasölu, sem einhverra hluta vegna er kominn þarna við enda Hljómskálagarðsins.

Giska rólegt, nema þegar ríku mennirnir eru að lenda þotum sínum langt eftir miðnætti en það ku allt standa til bóta, ef marka má yfirlýsingar nýrra borgaryfirvalda.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.10.2007 kl. 15:20

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Það eru óneitanlega töluverð lífsgæði að þurfa ekki að aka langar leiðir í vinnu eða þjónustu. Þegar ég vann á Mogga var leiðin að vísu alltaf greið fyrir mig úr Fossvoginum upp í Hádegismóa, enda ók ég þá upp nánast auða Ártúnsbrekkuna á morgnana og niður hana fáfarna síðdegis. Traffíkin á móti mér á þessum tímum var hins vegar skelfileg. Það hlýtur að vera fúlt að búa t.d. í Grafarvogi eða Grafarholti og eyða extra hálftíma í blessaða Ártúnsbrekkuna.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 17.10.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband