14.10.2007 | 14:18
Dásamlegt
Hvað er dásamlegra en að lufsast um á sunnudegi með svosem ekkert sérstakt á dagskránni annað en aðeins að trutta til svona eins og maður nennir? Lufsast um og upp í sófa og horfa á Silfur Egils?
Svakalega var gaman að horfa á þau fjögur sem voru þarna í dag. Pétur Tyrfingsson kallaði börnin í borgarstjórn Morfís - kynslóðina. Það fannst mér nokkuð gott.
Það er búið að vera svoooo gaman hjá þeim í eitt og hálft ár að þau föttuðu ekkert að svona gæti farið - að einhver væri svo rosalega vondur að vilja ekki leika með þeim.
Og ummæli Hönnu Birnu um að allt hefði farið vel ef bara Björn Ingi hefði gert eins og þau hin vildu. Ég heyrði þetta á sínum tíma í útvarpinu og svitnaði fyrir hennar hönd - trúði ekki mínum eigin eyrum. Og í miðju svita kófiu þá fór um mig aumingjahrollur.....
Þau eru svo spæld og reynslulítil ræflarnir.
Athugasemdir
ég lufsaðist líka í sófanum og horfði á Silfrið. Mér finnst alltaf svolítið gaman að hlusta á talandann í honum Pétri og sá hitti þegar hann talaði um Morfís-kynslóðina
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.