7.10.2007 | 20:18
Bónus i Garðabæ
Sá að það á að fara að opna Bónus búð í Garðabæ. Ég vona að Garðbæingar séu það efnaðir að þeir hafi efni á að versla í Bónusi.
Það er nefnilega þannig að margir smáborgarar þora ekki að láta sjá sig í Bónus því þeir eru hræddir um að "hinir" haldi að þeir séu blankir. Þetta er í raun fyndið. Það er algjör della að versla ekki í lágvöruverslunum - hvað sem þær nú heita - allan þennan grunnmat eins og mjólk, osta, morgunkorn, pasta og allt annað sem maður verslar nú þar. Við værum algjörlega á hausnum ef við gætum ekki gert hagstæð innkaup. Ég fer alltaf í svokallaðan litla Bónus sem var sá fyrsti. Þetta er í raun eins og hverfisbúð því þarna hittir maður margt af því skynsama fólki sem maður þekkir.
Athugasemdir
Ertu að meina þetta? Er fólk ennþá í svona pælingum? Hélt í rauninni að eftir að Jóhannes og Jón Ásgeir urðu ríkir og fóru að tilheyra þotuliðinu að það þætti bara cool að versla hjá þeim.
Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 20:24
Mér er minnistætt þegar að ég var með auglýsingastofu fyrir mörgum árum. Þá kom þar í heimsókn kona sem að er vel stæð fjárhagslega. Við vorum að drekka saman kaffi þegar að hún sagðist þurfa að ná í Hagkaup fyrir lokun klukkan 6. Þetta var fyrir tíma 10 - 11 og 11 - 11. Konunni var bent á að það væri opið í Bónusi til klukkan hálf 7. Hún svaraði: "Ég ætti ekki annað eftir en að láta fólk sjá mig í Bónusi. Fólk myndi halda að ég væri fátækur vesalingur, hangandi í biðröð á kassa innanum um eintóma lúsera."
Jens Guð, 8.10.2007 kl. 02:07
Þetta er nefnilega málið! Einhver gæti haldið að þú þyrftir að versla í Bónus - og það er náttúrulega algjörlega óviðunandi.
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 8.10.2007 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.