Íslenska fyrir útlendinga

Hún er áhugaverð þessi umræða um afgreiðslufólk sem ekki talar íslensku. Auðvitað væri ákjósanlegast að allir skildu alla en heimurinn er bara ekki svona í dag. Það fer ekki par í taugarnar á mér þó fólkið sem afgreiðir mig og þjónar mér skilji mig ekki og ég ekki þau. Við getum hreinlega ekki verið án þessa fólks.

Það sem er hættulegt í þessari umræðu er að þetta kyndir undir útlendinga hræðslu og þá hræðslu að "þetta fólk" ætli að hrifsa af okkur störfin.

Svo megum við ekki gleyma því að margir af þeim útlendingum sem hingað koma er hámenntað fólk sem ekki fær vinnu við sitt hæfi hér vegna þess að það talar ekki málið. Einhverstaðar verður að byrja og það er aldrei að vita nema margir þessara starfsmanna eigi eftir að verða dýrmætir, sérhæfðir starfskraftar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband