7.10.2007 | 20:05
Frábær helgi
Á laugardeginum þá naut ég rólegheita og einveru og las blöðin (Gulli var að vinna og stelpurnar sváfu)Eftir kóræfingu þá fjölmenntum við á sýningu á Emblu Hrafns Gunnlaugssonar. Mikið svakalega var gaman að sjá pabba þarna í stóru hlutverki. Mig langaði svo að knúsa hann og kyssa að ég fann næstum til.
Stelpurnar fóru heim með ömmu sinni en ég pikkaði Gulla upp af Laugardalsvellinum eftir framlengdan bikarúrslitaleik. Leið okkar lá á Selfoss á árshátðið Umferðarstofu. Það var alveg svakalega gaman.Heimatilbúin skemmtiatriði frá hverri hæð og mikið hlegið. Þorsteinn Guðmundsson var veislustjóri og var mjög fyndinn. Á eftir var síðan dansað og duflað.
Það er svo gaman á svona hótel árshátíðum að fara í herbergispartý. Ég fór í tvö slík og þá krullast einhvernveginn allir upp í rúmi og tilla sér á alla auða bletti. Ég ákvað að taka þetta alvarlega og djammaði langt fram eftir nóttu. Enda ekki langt að fara í rúmið -bara eftir hótelganginum.
Gulli var ekki til stórræðanna því hann fór til vinnu klukkan 05:00 á laugardagsmorgninum og var ekki búin fyrr en upp úr 17:00. Hann hallaði sér á skikkanlegum tíma og rumskaði ekki þegar partý ljónið læddist inn eftir vel heppnaða skemmtun.
Athugasemdir
Ég veit Kristín mín að það er ekki leiðinlegt að vera í partýi með þér.
Eyþór Árnason, 7.10.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.