5.10.2007 | 12:41
Líf og fjör á litlu heimili
Það er stundum stuð á okkur stelpunum á morgnanna. Þarna eru við, ég og dæturnar, með rassaköst á baðherberginu. Það er verið að maskara, greiða, bursta, bera saman ilmvötn, farða létt, setja í sig spennur og allt bara það sem dömur þurfa að gera á morgnanna.
Þær eru ósköp duglegar stelpurnar og eru yfirleitt búnar að koma sér sjálfar framúr þegar ég kem niður. Ég þyki þó helst til málglöð á morgnanna og í morgun nefndi sú eldri það með nokkra aðdáun í röddinni að ég gæti talað ótrlúlega mikið svona snemma dags.
Kötturinn mjálmaði eins og hún er vön, hátt og skýrt. Við skiptum okkur ekkert sérstaklega af henni því henni liggur alltaf hátt rómur hvort sem henni líður vel eða illa. Við nánari eftirgrenslan kom þó í ljós að hún var rennandi blaut eftir útiveru næturinnar.
Þegar Gulli kom ofan var hann strax nefndur Herra Syfjaður og Sætur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.