Göngum í skólann

Í dag hefst alþjóðlegur mánuðir til að minna á hversu gott það er að ganga í skólann. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem við erum í fyrsta skipti þátttakendur í. Það eru fjölmargar stofnanir sem taka þátt í átakinu og lesa má um þetta allt á www.gongumiskolann.is

Koma soooooo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

krakkarnir mínir labba sko alltaf í skólann.  Það þarf að vera eitthvað verulega mikið að veðri til að þau séu keyrð (reyndar eiginlega ekki, þegar svo mikið er að veðrinu, er iðulega gefin frjáls mæting í skólann). 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.10.2007 kl. 08:25

2 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Úff, ég klikkaði sko á þessu í morgun. Vissi alveg af þessum fína mánuði, en við vorum seinar og það var rigning og það var hvasst og ...

Ók þó ekki alveg að skólanum, ef það er einhver afsökun. Við þurftum að ganga í heilar 3 mínútur, ég get svo svarið það.

Við munum taka okkur á. Stelpurnar elska að ganga í skólann, svo það minnsta sem maður getur gert er að koma þeim úr húsi 5 mínútum fyrr.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 1.10.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband