30.9.2007 | 19:41
Haustlitirnir
Þeir voru fallegir litirnir í Grímsnesinu í dag. Kjarrið skartaði sínu fegursta. Þar sem við keyrðum Biskupstungnabraut blasti Ingólfsfjallið við óvenjulega fallegt. Rautt lyngið féll niður fjallið eins og blóðtaumar.
Umferðin var nokkuð góð og jöfn en mikil. Þó var einn bílstjóri sem ekki treysti sér til að halda meðalhraða og keyrði allt of hægt. Hann hafði næg tækifæri til að víkja og hleypa bílum framúr en gerði ekki. Það varð til þess að a.m.k.10 bílar fóru fram úr með þeirri hættu sem því fylgir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.