28.9.2007 | 13:53
Siglufjörður - sérkennilegt mál
Skrýtið þetta mál með félagslega íbúðarhúsnæðið á Siglufirði. Í fyrradag var íbúum þeirra húsa sem búið er að selja, tilkynnt um söluna og sagt að þeir yrðu að flytja út. Hvert þeir eiga að fyltja er ekki vitað.
Frétti af fjölskyldu sem flutti um mánaðarmótin águst-september inn í íbúð í eigu bæjarins. Til að fá íbúð í húsinu þá þurftu þau að lóga hundinum sínum. Núna tæpum mánuði seinna fá þau að vita að þau þurfi að flytja út.
Það er víst einhver íslenskur auðkýfingur ættaður frá bænum sem keypti íbúðirnar til að láta ameríska og mexíkóska stangveiðimenn búa þar.
Sjálfur býr eigandinn í Bandaríkjunum
Mér finnst þetta mál allt hið einkennilegasta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.