22.9.2007 | 17:30
Helgi helgi helgi
Helgar eru hreint dásamlegar -og hana nú. Það var einhver lumbra í mér á þriðjudag og miðvikudag en ég er nokkuð hress í dag. Bara dálítið illt í bakinu.
Jæja - laugardagurinn; ég er búin að fara á kóræfingu, versla og fá mér kríu og náttúrulega að lesa blöðin. Yngra barnið fór í morgun með Herjólfi til Eyja til að að keppa í handbolta. Ég heyrði í henni áðan og þá hafði hún ælt eitthvað smá. En var samt nokkuð brött og til í slaginn.
Hingað er komin Rannveig dóttir Gróu vinkonu minnar og ætlar að gista. Næstu minútur gengur Ari minn elskulegi frændi inn um dyrnar en hann ætlar að gista hjá okkur í nótt. Hann er að verða tveggja og hálfs snáðinn litli. Í mat koma síðan Siggi mágur og Baldur lávarður Hjaltason hinn víðförli. Hér verður semsagt skemmtilegt samansafn fullorðina og barna við matarborðið. Ég ætla að hafa gamaldags Bayone skinnku með brúnuðum kartöflum og brokkolí og góða eplaköku með ís í eftirmat.
Gott kvöld framundan.....
Athugasemdir
Meiri notaleg heitin alltaf á þér frú mín góð - en njóttu vel helgarinnar.
Mömmuhjartað tók reyndar kipp þegar ég las að lillan þín væri úti í Eyjum - úff þurfa mömmur sem sagt að gera þetta einhverntímann þ.e. að leyfa börnunum sínum að ferðast án þess að mamman sé með í för?? !!! ... held bara þegar ég hugsa málið að Guðrún Edda verði ekki í neinum íþróttum og verði þvi bara hjá mömmu sinni.
Takk fyrir hjálpina með allt umferðadótið,
Góða helgi
fyrsta freyja
fyrsta freyja (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 00:59
Já mín kæra - það kemur að þessu.....guði sé lof fyrir gemsa! Nú erum við klædd og komin á ról - þ.e.a.s. þeir yngstu og elstu. Unglingarnir sofa enn - og komið hádegi. Þær voru í sing star fram eftir öllu. Gasalega gaman hjá okkur í gær......
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.9.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.